Fullyrðingar Innnes um Extra tyggjó
25.11.2019
Neytendastofu barst kvörtun vegna fullyrðinga Innnes um að Extra tyggjó sé orðið betra fyrir tennurnar og tannheilsu en áður. Í svörum Innnes kom fram að umræddar fullyrðingar hafi ekki verið réttar og hafi ekki gefið fyllilega rétta mynd af umræddu Extra tyggjói og eiginleikum þess.
Við meðferð málsins lagði Innnes ekki fram nein gögn til að færa sönnur á umræddar fullyrðingar. Komst Neytendastofa því að þeirri niðurstöðu að þær væru ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar.
Neytendastofa hefur því bannað Innnes að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.